Tap gegn Suður-Kóreu 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira