Íslandsmet hjá Hirti Má 19. ágúst 2004 00:01 Íslandsmet númer tvö á Ólympíuleikunum féll í gær þegar Hjörtur Már Reynisson bætti eigið met í 100 metra flugsundi. Íslandsmet Hjartar var 55,46 sekúndur en hann kom í mark í Aþenu á 55,12 sekúndum. Glæsilegur tími en því miður dugði það ekki til þess að fleyta Hirti áfram í sundinu. "Þetta var svo sem ágætt en ég hefði viljað synda hraðar," sagði Hjörtur Már af mikilli hógværð eftir sundið. "Ég hefði viljað synda undir 55 sekúndum. Ég er alveg pottþéttur á því að ég á það inni." Hjörtur byrjaði sundið geysilega vel og leiddi um tíma. Það dró síðan af honum á síðustu metrunum og hann játaði það að hann hefði verið orðinn þreyttur. "Mér fannst sundið ganga ágætlega en ég hefði viljað eiga meiri kraft inni síðustu tíu metrana. Ég var eiginlega orðinn sprunginn. Ég ætlaði reyndar að byrja á fullu en ég lagði síðan ekki alveg í það. Það var líka kannski eins gott að ég gerði það ekki," sagði Hjörtur kátur en hann er ekkert á því að slaka á þótt leikarnir séu á enda. Það á að halda áfram á fullri ferð. "Ég tek mér kannski hálfa viku í frí þegar ég kem heim. Ég ætla að æfa áfram því ég fer á HM í október og ég þarf að vinna í snúningnum og stungunni því það mót fer fram í 25 metra laug. Ég get bætt mig mikið þar og ætla að gera það. Það er ekki spurning," sagði Hjörtur Már Reynisson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Íslandsmet númer tvö á Ólympíuleikunum féll í gær þegar Hjörtur Már Reynisson bætti eigið met í 100 metra flugsundi. Íslandsmet Hjartar var 55,46 sekúndur en hann kom í mark í Aþenu á 55,12 sekúndum. Glæsilegur tími en því miður dugði það ekki til þess að fleyta Hirti áfram í sundinu. "Þetta var svo sem ágætt en ég hefði viljað synda hraðar," sagði Hjörtur Már af mikilli hógværð eftir sundið. "Ég hefði viljað synda undir 55 sekúndum. Ég er alveg pottþéttur á því að ég á það inni." Hjörtur byrjaði sundið geysilega vel og leiddi um tíma. Það dró síðan af honum á síðustu metrunum og hann játaði það að hann hefði verið orðinn þreyttur. "Mér fannst sundið ganga ágætlega en ég hefði viljað eiga meiri kraft inni síðustu tíu metrana. Ég var eiginlega orðinn sprunginn. Ég ætlaði reyndar að byrja á fullu en ég lagði síðan ekki alveg í það. Það var líka kannski eins gott að ég gerði það ekki," sagði Hjörtur kátur en hann er ekkert á því að slaka á þótt leikarnir séu á enda. Það á að halda áfram á fullri ferð. "Ég tek mér kannski hálfa viku í frí þegar ég kem heim. Ég ætla að æfa áfram því ég fer á HM í október og ég þarf að vinna í snúningnum og stungunni því það mót fer fram í 25 metra laug. Ég get bætt mig mikið þar og ætla að gera það. Það er ekki spurning," sagði Hjörtur Már Reynisson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira