Lítil og nett vinnuaðstaða 18. ágúst 2004 00:01 Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu. Hús og heimili Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu.
Hús og heimili Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira