Örn á öðrum forsendum 18. ágúst 2004 00:01 Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti