Sparnaður að borða hjá tengdó 18. ágúst 2004 00:01 Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip. Fjármál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip.
Fjármál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“