Sport

Saga Ólympíuleikanna á sýningu

Sýning á fornleifum sem rekja sögu Ólympíuleikanna tvö þúsund og átta hundruð ár aftur í tímann var opnuð á þjóðminjasafninu í Aþenu í dag. Þar má sjá styttur, málverk, og keramikverk sem sýna íþróttamenn til forna í íþróttum eins og glímu, hnefaleikum, kringlukasti og kappakstri á stríðsvögnum sem hestar draga. Á sýningunni eru einnig forn tæki og tól sem notuð voru í keppnum. Meðal annars er þar bronskringla sem fyrst var kastað árið 600 fyrir Krist. Hægt er að sjá myndir frá sýningunni úr fréttum Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×