Lazy Daisy plattinn leynivopn 12. ágúst 2004 00:01 "Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. halldora@frettabladid.is Matur Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. halldora@frettabladid.is
Matur Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira