Rösk ganga til heilsubótar 9. ágúst 2004 00:01 Í byrjun mánaðarins fór af stað kraftgönguhópur í Fossvoginum sem þau Guðmundur A. Jóhannsson og Fjóla Þorsteinsdóttir, einkaþjálfari og þolfimikennari, standa fyrir. Æfingar eru tvisvar í viku og stundar hver hópur þær fjórar vikur í senn. "Þetta er auðvitað alveg nýtt af nálinni en okkur hjónum fannst tilvalið á tímum mikillar umræðu um fitu og sykurneyslu þjóðarinnar að finna spennandi leið að bættri heilsu með því að stunda kraftgöngu í hóp ásamt styrkjandi æfingum í náttúruperlum Fossvogsdals," segja þau. Kraftgangan er hluti af svokölluðum heilsupakka Aloe Vera sem þau hjónin hafa útbúið. Auk einfaldrar útiæfingaáætlunar sem byggist á röskri göngu inniheldur heilsupakkinn vigtun, fitumælingu og ummálsmælingu, fróðleiksmöppu um hreyfingu og næringu auk Aloe Vera-drykkja, tes og fitubrennsluhylkja. Einnig er hægt að kaupa heilsupakkann án þátttöku í kraftgönguhóp. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að hafa samband við Guðmund í síma 662-2445 eða Fjólu í síma 869-9780. Heilsa Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í byrjun mánaðarins fór af stað kraftgönguhópur í Fossvoginum sem þau Guðmundur A. Jóhannsson og Fjóla Þorsteinsdóttir, einkaþjálfari og þolfimikennari, standa fyrir. Æfingar eru tvisvar í viku og stundar hver hópur þær fjórar vikur í senn. "Þetta er auðvitað alveg nýtt af nálinni en okkur hjónum fannst tilvalið á tímum mikillar umræðu um fitu og sykurneyslu þjóðarinnar að finna spennandi leið að bættri heilsu með því að stunda kraftgöngu í hóp ásamt styrkjandi æfingum í náttúruperlum Fossvogsdals," segja þau. Kraftgangan er hluti af svokölluðum heilsupakka Aloe Vera sem þau hjónin hafa útbúið. Auk einfaldrar útiæfingaáætlunar sem byggist á röskri göngu inniheldur heilsupakkinn vigtun, fitumælingu og ummálsmælingu, fróðleiksmöppu um hreyfingu og næringu auk Aloe Vera-drykkja, tes og fitubrennsluhylkja. Einnig er hægt að kaupa heilsupakkann án þátttöku í kraftgönguhóp. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að hafa samband við Guðmund í síma 662-2445 eða Fjólu í síma 869-9780.
Heilsa Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira