Að gera hlutina í réttri röð 5. ágúst 2004 00:01 Stjórnmálaflokkar eru eins og annað fólk: þeir reynast misvel. Sumir flokkar hafa reynzt svo herfilega, að þeim er eiginlega betur lýst sem glæpafélögum en flokkum. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sálugu var formlega ákærður fyrir glæpi á árunum eftir 1990, þegar nýr ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu, að flokkurinn væri í raun réttri glæpafélag. Gjaldkeri flokksins fleygði sér niður af svölum háhýsis frekar en að opna bækurnar. Réttarhaldið fór þó út um þúfur af tæknilegum ástæðum. Með líku lagi leystust nokkrir helztu stjórnmálaflokkar Ítalíu upp um svipað leyti, þegar uppvíst varð um gríðarlega spillingu í herbúðum þeirra. Að vísu höfðu allir alltaf vitað um spillinguna þarna suður frá, ekki síður en í Sovétríkjunum. Það, sem breyttist eftir 1990, var það, að dómstólarnir tóku sér loksins meira sjálfstæði gagnvart flokkunum, og heiðvirðum dómurum tókst að koma svo lögum yfir spillta stjórnmálamenn, að flokkarnir neyddust til að leggja upp laupana. Enginn vafi er þó á því, að báðum löndum vegnar miklu betur nú, eftir að gömlu spilltu flokkarnir hurfu sjónum eða a.m.k. frá völdum. Samt fer því fjarri, að öll kurl séu komin til grafar í löndunum tveim. Því þrátt fyrir allt hefur enn of lítið breytzt í báðum löndum frá fyrri tíð. Byrjum í Rússlandi. Vladímir Pútín forseti vann fyrir leyniþjónustuna KGB á valdatíma kommúnista. Slíkir menn hafa yfirleitt ekki umtalsverðan kjörþokka, enda var honum í upphafi fært forsetaembættið á silfurfati. Það gerði Boris Jeltsín, forveri Pútíns. Þegar fávaldarnir, sem höfðu staðið vörð um Jeltsín og lagt blessun sína yfir Pútín, komust að þeirri niðurstöðu, að Pútín dygði ekki til þeirra verka, sem þurfti að vinna, og kusu heldur að styðja við bakið á andstæðingum hans, þá brauzt út kalt stríð og stendur enn. Fávaldarnir hafa að undanförnu átt þriggja kosta völ: halda sér saman, flýja land eða fara í fangelsi. Þetta er valdabarátta, þar sem forsetinn beitir ríkisvaldinu fyrir sig með harðri hendi og leggur fjölmiðla að fótum sér eða lokar þeim, og dómstólarnir dansa með. Blaðamenn í Rússlandi hafa verið myrtir í tugatali - einn þeirra nú nýlega fyrir ekki aðra sök en þá að hafa birt lista yfir ríkustu menn landsins. Ekkert þessara morða hefur verið upplýst; sum þeirra hafa jafnvel ekki verið rannsökuð. Ástandið er miklu skárra á Ítalíu, en ekki gott samt. Silvio Berlusconi forsætisráðherra hóf ferilinn sem dægurlagasöngvari á ferjum, en tók síðan að stunda viðskipti og sá sér þá hag í að stofna til vinfengis við stjórnmálamenn, þar á meðal Bettino Craxi, sem var forsætisráðherra landsins 1983-87 og eyddi sjö síðustu árum ævi sinnar í útlegð í Túnis á flótta undan 14 ára fangelsisdómi. Á skömmum tíma varð Berlusconi umsvifamesti viðskiptajöfur Ítalíu og ríkasti maður landsins og lagði m.a. undir sig sjónvarpsstöðvar, svo að dagskrá þeirra minnir nú helzt á skemmtiatriði á ferjum og flóabátum. Kærurnar á hendur Berlusconi - fyrir mútur, fjársvik o.fl. - hafa hrúgazt upp, en honum hefur m.a. tekizt að beita pólitísku valdi til að aftra dómstólum frá því að sækja hann til saka. Hann gæti endað í útlegð eins og Craxi vinur hans. Rússneskir og ítalskir stjórnmálamenn og einkavinir þeirra hafa neytt fjölbreyttra bragða til að maka krókinn. Á Ítalíu gerðu menn þetta aðallega með því að skammta sjálfum sér og vinum sínum hlunnindi og misnota aðstöðu sína á alla enda og kanta, en í Rússlandi með því að sölsa undir sig náttúruauðlindir og aðrar þjóðareignir. Morgunblaðið sagði nýlega í ritstjórnargrein af skyldu tilefni: "Skattalagabreytingarnar þýddu, að hægt var að fresta skattgreiðslum af söluhagnaði endalaust og alla ævi með því að fjárfesta í eignarhaldsfélögum í Lúxemborg og flytja milljarðatugi af hagnaði vegna kvótasölu þannig úr landi. Þessir peningar koma aldrei aftur til Íslands og af þeim verða aldrei borgaðir skattar hér. Þeir verða aldrei til hagsbóta fyrir íslenzkt atvinnulíf og munu aldrei bæta hag íslenzkra launþega. Skattalagabreytingarnar sneru því beint að þeim viðskiptum, sem þá voru stunduð af miklu kappi með kvóta og voru efnislega með þeim hætti, að þeir sem fengu þennan hagnað til sín og fluttu hann úr landi í svonefndar endurfjárfestingar þurfa aldrei að borga krónu í skatt - allt löglegt". Morgunblaðið er hér að lýsa ráðstöfunum, sem ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins gerði fyrir örfáum árum. Þegar allt var klappað og klárt, var svohljóðandi setning sett inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, í maí 2003: "Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá". Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Kannski forsætisráðuneytið láti svo lítið að upplýsa, hversu margir þeir voru milljarðatugirnir í frásögn Morgunblaðsins? - og hverjir fluttu þá úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Stjórnmálaflokkar eru eins og annað fólk: þeir reynast misvel. Sumir flokkar hafa reynzt svo herfilega, að þeim er eiginlega betur lýst sem glæpafélögum en flokkum. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sálugu var formlega ákærður fyrir glæpi á árunum eftir 1990, þegar nýr ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu, að flokkurinn væri í raun réttri glæpafélag. Gjaldkeri flokksins fleygði sér niður af svölum háhýsis frekar en að opna bækurnar. Réttarhaldið fór þó út um þúfur af tæknilegum ástæðum. Með líku lagi leystust nokkrir helztu stjórnmálaflokkar Ítalíu upp um svipað leyti, þegar uppvíst varð um gríðarlega spillingu í herbúðum þeirra. Að vísu höfðu allir alltaf vitað um spillinguna þarna suður frá, ekki síður en í Sovétríkjunum. Það, sem breyttist eftir 1990, var það, að dómstólarnir tóku sér loksins meira sjálfstæði gagnvart flokkunum, og heiðvirðum dómurum tókst að koma svo lögum yfir spillta stjórnmálamenn, að flokkarnir neyddust til að leggja upp laupana. Enginn vafi er þó á því, að báðum löndum vegnar miklu betur nú, eftir að gömlu spilltu flokkarnir hurfu sjónum eða a.m.k. frá völdum. Samt fer því fjarri, að öll kurl séu komin til grafar í löndunum tveim. Því þrátt fyrir allt hefur enn of lítið breytzt í báðum löndum frá fyrri tíð. Byrjum í Rússlandi. Vladímir Pútín forseti vann fyrir leyniþjónustuna KGB á valdatíma kommúnista. Slíkir menn hafa yfirleitt ekki umtalsverðan kjörþokka, enda var honum í upphafi fært forsetaembættið á silfurfati. Það gerði Boris Jeltsín, forveri Pútíns. Þegar fávaldarnir, sem höfðu staðið vörð um Jeltsín og lagt blessun sína yfir Pútín, komust að þeirri niðurstöðu, að Pútín dygði ekki til þeirra verka, sem þurfti að vinna, og kusu heldur að styðja við bakið á andstæðingum hans, þá brauzt út kalt stríð og stendur enn. Fávaldarnir hafa að undanförnu átt þriggja kosta völ: halda sér saman, flýja land eða fara í fangelsi. Þetta er valdabarátta, þar sem forsetinn beitir ríkisvaldinu fyrir sig með harðri hendi og leggur fjölmiðla að fótum sér eða lokar þeim, og dómstólarnir dansa með. Blaðamenn í Rússlandi hafa verið myrtir í tugatali - einn þeirra nú nýlega fyrir ekki aðra sök en þá að hafa birt lista yfir ríkustu menn landsins. Ekkert þessara morða hefur verið upplýst; sum þeirra hafa jafnvel ekki verið rannsökuð. Ástandið er miklu skárra á Ítalíu, en ekki gott samt. Silvio Berlusconi forsætisráðherra hóf ferilinn sem dægurlagasöngvari á ferjum, en tók síðan að stunda viðskipti og sá sér þá hag í að stofna til vinfengis við stjórnmálamenn, þar á meðal Bettino Craxi, sem var forsætisráðherra landsins 1983-87 og eyddi sjö síðustu árum ævi sinnar í útlegð í Túnis á flótta undan 14 ára fangelsisdómi. Á skömmum tíma varð Berlusconi umsvifamesti viðskiptajöfur Ítalíu og ríkasti maður landsins og lagði m.a. undir sig sjónvarpsstöðvar, svo að dagskrá þeirra minnir nú helzt á skemmtiatriði á ferjum og flóabátum. Kærurnar á hendur Berlusconi - fyrir mútur, fjársvik o.fl. - hafa hrúgazt upp, en honum hefur m.a. tekizt að beita pólitísku valdi til að aftra dómstólum frá því að sækja hann til saka. Hann gæti endað í útlegð eins og Craxi vinur hans. Rússneskir og ítalskir stjórnmálamenn og einkavinir þeirra hafa neytt fjölbreyttra bragða til að maka krókinn. Á Ítalíu gerðu menn þetta aðallega með því að skammta sjálfum sér og vinum sínum hlunnindi og misnota aðstöðu sína á alla enda og kanta, en í Rússlandi með því að sölsa undir sig náttúruauðlindir og aðrar þjóðareignir. Morgunblaðið sagði nýlega í ritstjórnargrein af skyldu tilefni: "Skattalagabreytingarnar þýddu, að hægt var að fresta skattgreiðslum af söluhagnaði endalaust og alla ævi með því að fjárfesta í eignarhaldsfélögum í Lúxemborg og flytja milljarðatugi af hagnaði vegna kvótasölu þannig úr landi. Þessir peningar koma aldrei aftur til Íslands og af þeim verða aldrei borgaðir skattar hér. Þeir verða aldrei til hagsbóta fyrir íslenzkt atvinnulíf og munu aldrei bæta hag íslenzkra launþega. Skattalagabreytingarnar sneru því beint að þeim viðskiptum, sem þá voru stunduð af miklu kappi með kvóta og voru efnislega með þeim hætti, að þeir sem fengu þennan hagnað til sín og fluttu hann úr landi í svonefndar endurfjárfestingar þurfa aldrei að borga krónu í skatt - allt löglegt". Morgunblaðið er hér að lýsa ráðstöfunum, sem ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins gerði fyrir örfáum árum. Þegar allt var klappað og klárt, var svohljóðandi setning sett inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, í maí 2003: "Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá". Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Kannski forsætisráðuneytið láti svo lítið að upplýsa, hversu margir þeir voru milljarðatugirnir í frásögn Morgunblaðsins? - og hverjir fluttu þá úr landi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun