Dansað í eldhúsinu 4. ágúst 2004 00:01 "Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
"Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira