Létu lúta eikarparketið 3. ágúst 2004 00:01 Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira