Rokkuð kúrekastígvél 28. júlí 2004 00:01 "Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." lilja@frettabladid.is Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
"Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." lilja@frettabladid.is
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira