Leita að bestu bókakápunni 23. júlí 2004 00:01 Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur. "Tilgangur verkefnisins er að safna saman íslenskum bókakápum og upplýsingum um hönnun þeirra og finna út og svara þeirri spurningu hvaða bókakápa er best og áhrifaríkust. Einnig er markmiðið með þessu að auka veikan mátt bókarinnar á tímum mikillar markaðssetningar á öðru afþreyingarefni. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað og því afskaplega takmarkað til um efnið. Eftir að hafa farið til New York og séð hversu mikið er til um þetta þar, ákváðum við að bæta úr því hér og kanna íslenskan markað. Fengum við styrk til rannsóknarinnar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig frá Félagi bókaútgefanda," segir Þorleifur Kamban. Hann segir að þeir hafi lagt út í verkefnið með það að leiðarljósi að fá álit og nýta kunnáttu hönnuða, rithöfunda og útgefenda að spurningunni. "Við spjöllum við þetta fólk og spyrjum út í skoðanir þeirra og vitneskju. Það er þó ekki þar með sagt að sá hópur hafi eingöngu eitthvað um málið að segja og viljum við því eindregið hvetja unnendur bóka og aðra sem láta sig þetta varða að hafa samband við okkur," segir Þorleifur. Þeir félagar stefna á að gefa út bók um efnið sem yrði aðgengileg, söguleg heimild fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð. "Það er ekki orðið alveg ljóst hvernig bókin kemur til með að vera eða hvenær hún kemur út. Líklega verður hún þó þannig uppbyggð að þar yrðu myndir af bókakápum, fjallað yrði um ferli þeirra og loks kæmu fram skoðanir fólks og fræðinga á þeim," segir hann. Þorleifur segir þá félaga ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsbókakápu en finnst kápan á ensk-íslensku orðabókarinnar vera mögnuð. Þeir sem vilja koma með tillögur eða segja sínar skoðanir á bókakápum er bent á netfangið: tollioghordurkrisb@lhi.is. Nánari útskýringu á verkefninu er hægt að finna á heimasíðunni grapevine.is/bok. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur. "Tilgangur verkefnisins er að safna saman íslenskum bókakápum og upplýsingum um hönnun þeirra og finna út og svara þeirri spurningu hvaða bókakápa er best og áhrifaríkust. Einnig er markmiðið með þessu að auka veikan mátt bókarinnar á tímum mikillar markaðssetningar á öðru afþreyingarefni. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað og því afskaplega takmarkað til um efnið. Eftir að hafa farið til New York og séð hversu mikið er til um þetta þar, ákváðum við að bæta úr því hér og kanna íslenskan markað. Fengum við styrk til rannsóknarinnar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig frá Félagi bókaútgefanda," segir Þorleifur Kamban. Hann segir að þeir hafi lagt út í verkefnið með það að leiðarljósi að fá álit og nýta kunnáttu hönnuða, rithöfunda og útgefenda að spurningunni. "Við spjöllum við þetta fólk og spyrjum út í skoðanir þeirra og vitneskju. Það er þó ekki þar með sagt að sá hópur hafi eingöngu eitthvað um málið að segja og viljum við því eindregið hvetja unnendur bóka og aðra sem láta sig þetta varða að hafa samband við okkur," segir Þorleifur. Þeir félagar stefna á að gefa út bók um efnið sem yrði aðgengileg, söguleg heimild fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð. "Það er ekki orðið alveg ljóst hvernig bókin kemur til með að vera eða hvenær hún kemur út. Líklega verður hún þó þannig uppbyggð að þar yrðu myndir af bókakápum, fjallað yrði um ferli þeirra og loks kæmu fram skoðanir fólks og fræðinga á þeim," segir hann. Þorleifur segir þá félaga ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsbókakápu en finnst kápan á ensk-íslensku orðabókarinnar vera mögnuð. Þeir sem vilja koma með tillögur eða segja sínar skoðanir á bókakápum er bent á netfangið: tollioghordurkrisb@lhi.is. Nánari útskýringu á verkefninu er hægt að finna á heimasíðunni grapevine.is/bok. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira