Leita að bestu bókakápunni 23. júlí 2004 00:01 Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur. "Tilgangur verkefnisins er að safna saman íslenskum bókakápum og upplýsingum um hönnun þeirra og finna út og svara þeirri spurningu hvaða bókakápa er best og áhrifaríkust. Einnig er markmiðið með þessu að auka veikan mátt bókarinnar á tímum mikillar markaðssetningar á öðru afþreyingarefni. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað og því afskaplega takmarkað til um efnið. Eftir að hafa farið til New York og séð hversu mikið er til um þetta þar, ákváðum við að bæta úr því hér og kanna íslenskan markað. Fengum við styrk til rannsóknarinnar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig frá Félagi bókaútgefanda," segir Þorleifur Kamban. Hann segir að þeir hafi lagt út í verkefnið með það að leiðarljósi að fá álit og nýta kunnáttu hönnuða, rithöfunda og útgefenda að spurningunni. "Við spjöllum við þetta fólk og spyrjum út í skoðanir þeirra og vitneskju. Það er þó ekki þar með sagt að sá hópur hafi eingöngu eitthvað um málið að segja og viljum við því eindregið hvetja unnendur bóka og aðra sem láta sig þetta varða að hafa samband við okkur," segir Þorleifur. Þeir félagar stefna á að gefa út bók um efnið sem yrði aðgengileg, söguleg heimild fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð. "Það er ekki orðið alveg ljóst hvernig bókin kemur til með að vera eða hvenær hún kemur út. Líklega verður hún þó þannig uppbyggð að þar yrðu myndir af bókakápum, fjallað yrði um ferli þeirra og loks kæmu fram skoðanir fólks og fræðinga á þeim," segir hann. Þorleifur segir þá félaga ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsbókakápu en finnst kápan á ensk-íslensku orðabókarinnar vera mögnuð. Þeir sem vilja koma með tillögur eða segja sínar skoðanir á bókakápum er bent á netfangið: tollioghordurkrisb@lhi.is. Nánari útskýringu á verkefninu er hægt að finna á heimasíðunni grapevine.is/bok. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur. "Tilgangur verkefnisins er að safna saman íslenskum bókakápum og upplýsingum um hönnun þeirra og finna út og svara þeirri spurningu hvaða bókakápa er best og áhrifaríkust. Einnig er markmiðið með þessu að auka veikan mátt bókarinnar á tímum mikillar markaðssetningar á öðru afþreyingarefni. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað og því afskaplega takmarkað til um efnið. Eftir að hafa farið til New York og séð hversu mikið er til um þetta þar, ákváðum við að bæta úr því hér og kanna íslenskan markað. Fengum við styrk til rannsóknarinnar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig frá Félagi bókaútgefanda," segir Þorleifur Kamban. Hann segir að þeir hafi lagt út í verkefnið með það að leiðarljósi að fá álit og nýta kunnáttu hönnuða, rithöfunda og útgefenda að spurningunni. "Við spjöllum við þetta fólk og spyrjum út í skoðanir þeirra og vitneskju. Það er þó ekki þar með sagt að sá hópur hafi eingöngu eitthvað um málið að segja og viljum við því eindregið hvetja unnendur bóka og aðra sem láta sig þetta varða að hafa samband við okkur," segir Þorleifur. Þeir félagar stefna á að gefa út bók um efnið sem yrði aðgengileg, söguleg heimild fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð. "Það er ekki orðið alveg ljóst hvernig bókin kemur til með að vera eða hvenær hún kemur út. Líklega verður hún þó þannig uppbyggð að þar yrðu myndir af bókakápum, fjallað yrði um ferli þeirra og loks kæmu fram skoðanir fólks og fræðinga á þeim," segir hann. Þorleifur segir þá félaga ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsbókakápu en finnst kápan á ensk-íslensku orðabókarinnar vera mögnuð. Þeir sem vilja koma með tillögur eða segja sínar skoðanir á bókakápum er bent á netfangið: tollioghordurkrisb@lhi.is. Nánari útskýringu á verkefninu er hægt að finna á heimasíðunni grapevine.is/bok. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira