Notalegar náttbuxur úr H&M 21. júlí 2004 00:01 "Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira