Svefnherbergið í eldhúsið 19. júlí 2004 00:01 "Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi. Hús og heimili Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
"Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi.
Hús og heimili Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira