Heldur að ríkisstjórnin falli ekki 15. júlí 2004 00:01 Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira