Við öll tækifæri 14. júlí 2004 00:01 "Ég keypti mér tvo voðalega fína kjóla ekki fyrir svo löngu síðan," segir Valgerður Guðnadóttir söngkona. "Ég keypti mér einn túrkisbláan kjól með doppum fyrir brúðkaupið hjá bróðir mínum. Hann er voða fínn og því nota ég hann eingöngu þegar ég fer eitthvað svolítið fínt. Síðan keypti ég annan kjól sem ég get bæði notað hversdagslega sem bol yfir gallabuxur og einan og sér þegar ég fer eitthvað aðeins pæjulegra. Hann er mjög þröngur og stuttur þannig að hann er algjör pæjukjóll. Hann er allskona litaður og frekar yrjóttur. Hann er samt mest út í túrkisblátt og voðalega fallegur," segir Valgerður, sem keypti báða kjólana í versluninni Park í Kringlunni fyrir aðeins um tíu þúsund krónur. Það má því segja að Valgerður hafi gert stórgóð kaup þar. "Ég hef notað þá mjög mikið báða og þeir eru báðir alveg afskaplega fallegir." "Síðan gerði ég afskaplega góð kaup í tveimur sjölum á Spáni. Þau kostuðu eiginlega ekki neitt. Annað þeirra var svart með rauðum blómum og hitt hvítt. Því miður var þessu svarta stolið af mér en hvíta á ég ennþá og nota mikið. Ég hef notað það þegar ég er að syngja og af alls konar tilefni," segir Valgerður, sem hefur nóg að gera um þessar mundir. "Ég er á fullu að æfa Sumaróperuna sem verður frumsýnd 7. ágúst. Í ár verður sett upp verkið Happy End eftir Kurt Weil og Berthold Brecht. Þetta er rosa stuð og mjög skemmtilegt og aðgengilegt verk fyrir alla. Lögin eru mjög grípandi og einnig er mikill leiktexti," segir Valgerður að lokum. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég keypti mér tvo voðalega fína kjóla ekki fyrir svo löngu síðan," segir Valgerður Guðnadóttir söngkona. "Ég keypti mér einn túrkisbláan kjól með doppum fyrir brúðkaupið hjá bróðir mínum. Hann er voða fínn og því nota ég hann eingöngu þegar ég fer eitthvað svolítið fínt. Síðan keypti ég annan kjól sem ég get bæði notað hversdagslega sem bol yfir gallabuxur og einan og sér þegar ég fer eitthvað aðeins pæjulegra. Hann er mjög þröngur og stuttur þannig að hann er algjör pæjukjóll. Hann er allskona litaður og frekar yrjóttur. Hann er samt mest út í túrkisblátt og voðalega fallegur," segir Valgerður, sem keypti báða kjólana í versluninni Park í Kringlunni fyrir aðeins um tíu þúsund krónur. Það má því segja að Valgerður hafi gert stórgóð kaup þar. "Ég hef notað þá mjög mikið báða og þeir eru báðir alveg afskaplega fallegir." "Síðan gerði ég afskaplega góð kaup í tveimur sjölum á Spáni. Þau kostuðu eiginlega ekki neitt. Annað þeirra var svart með rauðum blómum og hitt hvítt. Því miður var þessu svarta stolið af mér en hvíta á ég ennþá og nota mikið. Ég hef notað það þegar ég er að syngja og af alls konar tilefni," segir Valgerður, sem hefur nóg að gera um þessar mundir. "Ég er á fullu að æfa Sumaróperuna sem verður frumsýnd 7. ágúst. Í ár verður sett upp verkið Happy End eftir Kurt Weil og Berthold Brecht. Þetta er rosa stuð og mjög skemmtilegt og aðgengilegt verk fyrir alla. Lögin eru mjög grípandi og einnig er mikill leiktexti," segir Valgerður að lokum.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira