Áhuginn blossaði um leið og gosið 14. júlí 2004 00:01 Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972. Hús og heimili Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972.
Hús og heimili Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög