Stjórnskipuleg valdníðsla 14. júlí 2004 00:01 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira