Stjórnskipuleg valdníðsla 14. júlí 2004 00:01 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira