Gott að karlmenn gráti 12. júlí 2004 00:01 Á nýafstöðnu Evrópumóti í fótbolta mátti sjá margan fílefldan karlmanninn hágráta í myndavélarnar. Þeir þóttu þó ekki minna karlmannlegir fyrir það, en sálfræðingar í Bretlandi segja að fótboltinn sé að verða eini vettvangurinn fyrir vestræna nútímakarlmenn til að fá útrás fyrir tárin sem "sannir karlmenn fella helst ekki og allra síst í fjölmenni". Bernard Capp, prófessor í sálfræði við Warwick-háskólann Bretlandi, segir að þrátt fyrir að karlmennskuímyndin hafi breyst á síðustu áratugum eigi karlmenn enn erfitt með að gráta. Þeir byrgi tilfinningar sínar inni, sem sé afar slæmt fyrir heilsu þeirra.. Capp segir að í gegnum söguna hafi karlmenn mátt gráta undir ákveðnum kringumstæðum. Aðalsmenn í Bretlandi máttu til dæmis gráta "á réttum augnablikum" meðan lágstéttin gat ekki leyft sér það undir neinum kringumstæðum. Sálfræðingar velta því fyrir sér hvort fótboltinn sé að verða að nýjum "trúarbrögðum", og vísar í "járnstakka" Cromwells, sem þrátt fyrir að vera karlmennskan holdi klæddir leyfðu sér að gráta á bænasamkomum, Því fleiri tækifæri sem karlmenn fái til að gráta því betra fyrir heilsu þeirra. Copp hvetur því karlmenn til að fá útrás fyrir geðshræringu sína í fótboltanum og gráta eins og þeir lifandi geta. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á nýafstöðnu Evrópumóti í fótbolta mátti sjá margan fílefldan karlmanninn hágráta í myndavélarnar. Þeir þóttu þó ekki minna karlmannlegir fyrir það, en sálfræðingar í Bretlandi segja að fótboltinn sé að verða eini vettvangurinn fyrir vestræna nútímakarlmenn til að fá útrás fyrir tárin sem "sannir karlmenn fella helst ekki og allra síst í fjölmenni". Bernard Capp, prófessor í sálfræði við Warwick-háskólann Bretlandi, segir að þrátt fyrir að karlmennskuímyndin hafi breyst á síðustu áratugum eigi karlmenn enn erfitt með að gráta. Þeir byrgi tilfinningar sínar inni, sem sé afar slæmt fyrir heilsu þeirra.. Capp segir að í gegnum söguna hafi karlmenn mátt gráta undir ákveðnum kringumstæðum. Aðalsmenn í Bretlandi máttu til dæmis gráta "á réttum augnablikum" meðan lágstéttin gat ekki leyft sér það undir neinum kringumstæðum. Sálfræðingar velta því fyrir sér hvort fótboltinn sé að verða að nýjum "trúarbrögðum", og vísar í "járnstakka" Cromwells, sem þrátt fyrir að vera karlmennskan holdi klæddir leyfðu sér að gráta á bænasamkomum, Því fleiri tækifæri sem karlmenn fái til að gráta því betra fyrir heilsu þeirra. Copp hvetur því karlmenn til að fá útrás fyrir geðshræringu sína í fótboltanum og gráta eins og þeir lifandi geta.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira