Hjálmar draga úr slysahættu 12. júlí 2004 00:01 "Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum. Heilsa Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum.
Heilsa Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira