68 prósent vilja að Davíð hætti 11. júlí 2004 00:01 Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?" Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?"
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira