Lestur hættulegur sjóninni 8. júlí 2004 00:01 Helsta ástæðan fyrir aukinni nærsýni meðal Asíubúa er sú að lífsstíll þeirra hefur tekið miklum breytingum. Nú er svo komið að þar sem ástandið er verst, í Singapúr, eru fjórir af hverjum fimm átján ára piltum sem gegna herþjónustu nærsýnir. Fyrir þrjátíu árum var einungis fjórði hver nýliði nærsýnn. Í grein í New Scientist segir að ein nærtækasta skýringin á því að sífellt fleiri ungmenni greinist nærsýn sé sú að þau einblína mun meira en áður á hluti sem eru nálægt þeim, einkum tölvuskjái, sjónvörp og bækur. Augað aðlagar sig að þessu til að minnka álagið sem þarf til að sjá hluti í fókus. Þetta gerir að verkum að augað á erfiðara með að sjá fjarlægari hluti í fókus. Því hefur lengi verið haldið fram að meiri tíðni nærsýni í Asíu megi rekja til genasamsetningar. Þessu vísa vísindamennirnir Morgan og Kathryn Rose við Háskólann í Sidney á bug, eftir að hafa kannað yfir 40 rannsóknir. Þau segja meiri tengsl milli mikils lestrar og nærsýni en uppruna fólks og nærsýni. Talið er að nærsýni kunni að aukast á Vesturlöndum rétt eins og hún hefur gert í Asíu. Erlent Heilsa Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Helsta ástæðan fyrir aukinni nærsýni meðal Asíubúa er sú að lífsstíll þeirra hefur tekið miklum breytingum. Nú er svo komið að þar sem ástandið er verst, í Singapúr, eru fjórir af hverjum fimm átján ára piltum sem gegna herþjónustu nærsýnir. Fyrir þrjátíu árum var einungis fjórði hver nýliði nærsýnn. Í grein í New Scientist segir að ein nærtækasta skýringin á því að sífellt fleiri ungmenni greinist nærsýn sé sú að þau einblína mun meira en áður á hluti sem eru nálægt þeim, einkum tölvuskjái, sjónvörp og bækur. Augað aðlagar sig að þessu til að minnka álagið sem þarf til að sjá hluti í fókus. Þetta gerir að verkum að augað á erfiðara með að sjá fjarlægari hluti í fókus. Því hefur lengi verið haldið fram að meiri tíðni nærsýni í Asíu megi rekja til genasamsetningar. Þessu vísa vísindamennirnir Morgan og Kathryn Rose við Háskólann í Sidney á bug, eftir að hafa kannað yfir 40 rannsóknir. Þau segja meiri tengsl milli mikils lestrar og nærsýni en uppruna fólks og nærsýni. Talið er að nærsýni kunni að aukast á Vesturlöndum rétt eins og hún hefur gert í Asíu.
Erlent Heilsa Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira