Innlent

Skortir á heiðarleika stjórnvalda

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, segir skorta á heiðarleika stjórnvalda og segir nýjasta útspil þeirra undanbrögð. Ólafur var meðal þeirra sem hvöttu forseta Íslands til að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í kjölfarið urðu til samtökin Þjóðarhreyfingin með lýðræði. Ólafur segir samtökin ekki ætla að hvetja forsetann til að hafna breyttu frumvarpi. Forsetinn verði að kanna málin í ró og næði. Ólafur var spurður að því hvort ríkisstjórninni tækist að brúa þá gjá sem forseti taldi vera milli þings og þjóðar. Ólafur svaraði því til að henni hefði líklega tekist að mynda göngubrú fyrir sjálfa sig. Breytingarnar væru undanbrögð og verið væri að klóra yfir þau vandræði sem ríkisstjórnin hefði komið sér í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×