Innlent

Sumarþing hafið

Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög. Það sem af er þingfundi hefur umræðan snúist um störf þingsins og hefur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs gagnrýnt ríkisstjórnina harkalega fyrir þá kúvendingu sem fjölmiðlamálið hefur tekið. Deilt er um hvort rétt sé að fella gildandi fjölmiðlalög úr gildi og setja ný, gera þjóðaratkvæðagreriðslu um málið óþarfa og taka málið þar með úr höndum þjóðarinnar. Eigi ffrumvarp ríkisstjórnarinnar að koma til umræðu í dag þarf að leita afbrigða. Miðað við ummæli formanna stjórnarandstöðuflokkanna í hádegisfréttum Bylgjunnar er ólíklegt að afbrigðin verði samþykkt en aukin meirihluta þarf til að samþykkja afbrigði. Þá þarf frumvarpið að liggja fyrir Alþingi í tvær nætur og umræða getur því ekki farið fram fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×