Endurskipulagning á slippsvæðinu 5. júlí 2004 00:01 Um þessar mundir er unnið að endurskipulagningu á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði í Reykjavík og er verkið unnið í samvinnu Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Nýja skipulagið er hugsað sem íbúða- og skrifstofusvæði ásamt einhverri hafnarstarfsemi og hefur verið lögð ríkuleg áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu. "Það er gaman að segja frá því að við höfum átt gott samstarf við alla sem þarna koma að málinu sem er mjög jákvætt. Þarna eiga að byggjast upp íbúðir og skrifstofur í bland við einhverja hafnarstarfsemi sem verður aðallega smábátaútgerð sem fær að halda sér þarna á svæðinu. Í dag er hafnarstarfsemi ekki mikil þar og er hún helst tengd slippnum en hún mun smám saman leggjast af. Gert er ráð fyrir að Mýrargatan breytist og fari í stokk niður í jörðina og er hugmyndin að eldri götur í Vesturbænum eins og Bræðraborgarstígur, Seljavegur og fleiri götur framlengist niður að höfninni," segir Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Verkinu stjórnar stýrihópur sem í sitja fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar og er Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður hópsins. Með stýrihópnum starfa forstöðumenn Skipulags- og byggingarsviðs og Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar, hafnarstjóri og skipulagsfulltrúar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Umsjón með verkinu hefur sérstakur ráðgjafahópur sem samanstendur af arkitektafyrirtækjunum VA arkitektum ehf., arkitektastofu Björns Ólafs ásamt Landmótun ehf., landslagsarkitektum og verkfræðistofunni Hönnun hf. Hús og heimili Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að endurskipulagningu á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði í Reykjavík og er verkið unnið í samvinnu Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Nýja skipulagið er hugsað sem íbúða- og skrifstofusvæði ásamt einhverri hafnarstarfsemi og hefur verið lögð ríkuleg áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu. "Það er gaman að segja frá því að við höfum átt gott samstarf við alla sem þarna koma að málinu sem er mjög jákvætt. Þarna eiga að byggjast upp íbúðir og skrifstofur í bland við einhverja hafnarstarfsemi sem verður aðallega smábátaútgerð sem fær að halda sér þarna á svæðinu. Í dag er hafnarstarfsemi ekki mikil þar og er hún helst tengd slippnum en hún mun smám saman leggjast af. Gert er ráð fyrir að Mýrargatan breytist og fari í stokk niður í jörðina og er hugmyndin að eldri götur í Vesturbænum eins og Bræðraborgarstígur, Seljavegur og fleiri götur framlengist niður að höfninni," segir Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Verkinu stjórnar stýrihópur sem í sitja fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar og er Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður hópsins. Með stýrihópnum starfa forstöðumenn Skipulags- og byggingarsviðs og Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar, hafnarstjóri og skipulagsfulltrúar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Umsjón með verkinu hefur sérstakur ráðgjafahópur sem samanstendur af arkitektafyrirtækjunum VA arkitektum ehf., arkitektastofu Björns Ólafs ásamt Landmótun ehf., landslagsarkitektum og verkfræðistofunni Hönnun hf.
Hús og heimili Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira