Reynir Lyngdal: Konan fann jakkana 1. júlí 2004 00:01 Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira