Hefur fitnað í sjónvarpinu 29. júní 2004 00:01 "Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira