Harður og óvenjulegur tónn 28. júní 2004 00:01 "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
"Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira