Hrærður yfir stuðningnum 27. júní 2004 00:01 "Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
"Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira