Menning

Glæsilegur jeppi

Tryllitæki vikunnar að þessu sinni er Ford Excursion jeppi árgerð 2000. Þessi glæsilegi jeppi er í eign Mountain Taxi. Bíllinn var innfluttur notaður frá Kanada af IB á Selfossi árið 2002. Strax og Kristján G. Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, fékk jeppann í hendurnar breytti hann honum talsvert með félögum sínum. Þeir eru til dæmis búnir að smíða formlink grunnfjöðrun að framan. Bæði eru þeir búnir að færa afturhásingu aftar og framhásingu framar og klippa úr boddí. Einnig eru þeir búnir að smíða brettakanta og láta sérsmíða felgur. Síðan er jeppinn hækkaður, með driflæsingu, GPS, talstöð og símum. Vélastærð í bílnum er 7,3 lítra powerstroke díselvél og jeppinn er 310 hestöfl. Að sögn Kristjáns er mikið tekið eftir bílnum og gott dæmi um það er þegar hann fer að sjá Geysi. Þá hætta ferðamennirnir að taka myndir af Geysi en byrja að taka myndir af bílnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.