Fimmtungur skilar auðu á laugardag 22. júní 2004 00:01 Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira