Að kaupa fyrstu íbúðina 22. júní 2004 00:01 Í augum margra eru íbúðarkaup stórmál. Pappírsvinnan og formsatriðin virðast flókin í fyrstu og ekki vita allir hvert á að leita til að taka fyrstu skrefin. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að ferlið er auðveldara en það virðist. Í upphafi er skynsamlegast að renna yfir heimilisbókhaldið og kanna fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há innkoma og útgjöld verða næsta árið og hvað er raunhæft að geta borgað mikið á mánuði til íbúðarkaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er maður betur í stakk búinn að vinda sér í næsta skref. Greiðslumat: Hafðu samband við þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka og óskaðu eftir greiðslumati. Bankinn gerir þá úttekt á hvað þú átt af fé og hvað þú ræður við mikla greiðslubyrði. Þar með er ramminn kominn að því hvað þú getur leyft þér að kaupa dýra íbúð. Finna íbúðina: Nú reynir á þolinmæði og skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð og gerðu samanburð. Forgangsraðaðu helstu óskum þínum um íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir sem þú hefur ekki efni á að kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða stærri eign ef þú kaupir í úthverfi. Að sögn Remax fasteignasölu er verðmunur á hverfum sívaxandi og miðbærinn er ekki endilega hagstæður kostur. Fjármögnun: Draumaíbúðin er fundin og verðið er viðráðanlegt miðað við þitt greiðslumat. Komið er á það stig að útbúa tilboðið. Hægt er að fá ráð hjá fasteignasölum hvort hagstæðara er að taka við þeim lánum sem fyrir hvíla á fasteigninni eða taka upp ný lán hjá Íbúðalánasjóði. Hvort svo sem verður útvegar fasteignasalinn nauðsynleg gögn og útbýr verðtilboðið sem fer næst til íbúðareiganda. Ef samkomulag næst um kaupverð fer tilboðið sem umsókn til Íbúðalánasjóðs. Teljir þú þig auk þess þurfa viðbótarlán er sótt um samþykki hjá Félagsþjónustunni. Uppfylla þarf skilyrði um tekju- og eignamörk fyrir veitingu lánsins. Þumalputtaregla um fjármögnun íbúða er að Íbúðalánasjóður veitir yfirleitt lán fyrir um það bil 70% af fasteignarverði en viðbótarlánin eru um 20%. Lokafrágangur: Ef viðbótarlán og/eða lán Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er gerður kaupsamningur. Þá fær söluaðili sína greiðslu fyrir fasteignina og samkomulag er gert um að samningar muni standast. Samningurinn er þá þinglýstur en næsta skref er afsalið, sem er lokauppgjör og endanleg staðfesting á að kaupandinn hafi eignast íbúðina. Oftast líður einhver tími frá því að kaupsamningur er þinglýstur þar til lokauppgjörið fer fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt hinn nýi eigandi við íbúðinni og borgar fyrstu afborgun af lánum. Innflutningspartí: Nauðsynlegt er að fagna sinni fyrstu íbúð með ærlegu innflutningspartíi. Ekki þarf að sækja um sérstök leyfi til þess en reikna þarf með töluverðum kostnaði. Fjármál Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í augum margra eru íbúðarkaup stórmál. Pappírsvinnan og formsatriðin virðast flókin í fyrstu og ekki vita allir hvert á að leita til að taka fyrstu skrefin. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að ferlið er auðveldara en það virðist. Í upphafi er skynsamlegast að renna yfir heimilisbókhaldið og kanna fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há innkoma og útgjöld verða næsta árið og hvað er raunhæft að geta borgað mikið á mánuði til íbúðarkaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er maður betur í stakk búinn að vinda sér í næsta skref. Greiðslumat: Hafðu samband við þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka og óskaðu eftir greiðslumati. Bankinn gerir þá úttekt á hvað þú átt af fé og hvað þú ræður við mikla greiðslubyrði. Þar með er ramminn kominn að því hvað þú getur leyft þér að kaupa dýra íbúð. Finna íbúðina: Nú reynir á þolinmæði og skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð og gerðu samanburð. Forgangsraðaðu helstu óskum þínum um íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir sem þú hefur ekki efni á að kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða stærri eign ef þú kaupir í úthverfi. Að sögn Remax fasteignasölu er verðmunur á hverfum sívaxandi og miðbærinn er ekki endilega hagstæður kostur. Fjármögnun: Draumaíbúðin er fundin og verðið er viðráðanlegt miðað við þitt greiðslumat. Komið er á það stig að útbúa tilboðið. Hægt er að fá ráð hjá fasteignasölum hvort hagstæðara er að taka við þeim lánum sem fyrir hvíla á fasteigninni eða taka upp ný lán hjá Íbúðalánasjóði. Hvort svo sem verður útvegar fasteignasalinn nauðsynleg gögn og útbýr verðtilboðið sem fer næst til íbúðareiganda. Ef samkomulag næst um kaupverð fer tilboðið sem umsókn til Íbúðalánasjóðs. Teljir þú þig auk þess þurfa viðbótarlán er sótt um samþykki hjá Félagsþjónustunni. Uppfylla þarf skilyrði um tekju- og eignamörk fyrir veitingu lánsins. Þumalputtaregla um fjármögnun íbúða er að Íbúðalánasjóður veitir yfirleitt lán fyrir um það bil 70% af fasteignarverði en viðbótarlánin eru um 20%. Lokafrágangur: Ef viðbótarlán og/eða lán Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er gerður kaupsamningur. Þá fær söluaðili sína greiðslu fyrir fasteignina og samkomulag er gert um að samningar muni standast. Samningurinn er þá þinglýstur en næsta skref er afsalið, sem er lokauppgjör og endanleg staðfesting á að kaupandinn hafi eignast íbúðina. Oftast líður einhver tími frá því að kaupsamningur er þinglýstur þar til lokauppgjörið fer fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt hinn nýi eigandi við íbúðinni og borgar fyrstu afborgun af lánum. Innflutningspartí: Nauðsynlegt er að fagna sinni fyrstu íbúð með ærlegu innflutningspartíi. Ekki þarf að sækja um sérstök leyfi til þess en reikna þarf með töluverðum kostnaði.
Fjármál Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira