Til hvers að spara? 22. júní 2004 00:01 Í síðasta pistli benti ég á hvað það væri auðvelt að spara peninga og að fátt væri skemmtilegra nema ef til vill að eyða þeim. Þar liggur einmitt svarið við spurningunni: Hvað á að gera við sparnaðinn? Eyða honum! Í grófum dráttum má segja að það séu þrjár ástæður fyrir því að maður ætti að spara. Í fyrsta lagi til þess að eiga peninga fyrir því sem maður ætlar að kaupa. Í öðru lagi til þess að tryggja öryggi fjölskyldunnar ef eitthvað kemur upp á og í þriðja lagi til þess að fjárfesta og láta peningana vinna fyrir mann. Sá sem kaupir allt á krít er að tapa peningum á því að greiða vexti af láninu. Sá sem getur borgað afborganirnar ásamt vöxtum, hlýtur að hafa efni á því að kaupa og ætti því að geta lagt sömu upphæð fyrir. Ekki satt? Jú, en svo koma mótbárurnar: "Maður verður að fá hlutinn strax. Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir því að hafa sparað fyrir honum." Það dapurlega við þessar mótbárur er að sá sem leggur fyrir eignast hlutina í raun og veru á undan þeim sem kaupir allt á krít. Það tekur einhvern tíma að safna í góðan sjóð en þegar hann er kominn er hægt að kaupa strax það sem vantar, græða vexti og jafnvel semja um góðan staðgreiðsluafslátt. Stofnaðu sérstaka bók fyrir þennan sparnað og kallaðu hann "neyslusparnað". Önnur ástæða til sparnaðar er að koma sér upp "öryggissjóði" sem getur staðið undir 6 til 12 mánaða útgjöldum heimilisins. Þrátt fyrir almannatryggingar og alls konar einkatryggingar geta komið upp óhöpp í fjölskyldunni sem falla undir "smáa letrið" eða fjölskyldan fer út í einkarekstur eða tekur aðra áhættu sem ekki verður bætt ef allt fer á verri veg. Það er gott fyrir fjárhaginn, heilsuna og fjölskyldulífið að eiga "öryggissjóðinn" ef illa fer. Að lokum er sparnaður sem fer í fjárfestingar eina leiðin sem er öllum fær til þess að auka við tekjur og eignir fjölskyldunnar. Það eru ekki allir sem komast í álnir með því að vinna sig upp í starfi, erfa ríka frændur eða vinna í lottó. Hins vegar geta allir notað sparnaðinn sinn í fjárfestingar. Meira um það síðar . Sumarkveðja, Ingólfur Hrafnkell Vantar þig góð ráð? Sendu Ingólfi bréf á fjarmal@frettabladid.is. Fjármál Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í síðasta pistli benti ég á hvað það væri auðvelt að spara peninga og að fátt væri skemmtilegra nema ef til vill að eyða þeim. Þar liggur einmitt svarið við spurningunni: Hvað á að gera við sparnaðinn? Eyða honum! Í grófum dráttum má segja að það séu þrjár ástæður fyrir því að maður ætti að spara. Í fyrsta lagi til þess að eiga peninga fyrir því sem maður ætlar að kaupa. Í öðru lagi til þess að tryggja öryggi fjölskyldunnar ef eitthvað kemur upp á og í þriðja lagi til þess að fjárfesta og láta peningana vinna fyrir mann. Sá sem kaupir allt á krít er að tapa peningum á því að greiða vexti af láninu. Sá sem getur borgað afborganirnar ásamt vöxtum, hlýtur að hafa efni á því að kaupa og ætti því að geta lagt sömu upphæð fyrir. Ekki satt? Jú, en svo koma mótbárurnar: "Maður verður að fá hlutinn strax. Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir því að hafa sparað fyrir honum." Það dapurlega við þessar mótbárur er að sá sem leggur fyrir eignast hlutina í raun og veru á undan þeim sem kaupir allt á krít. Það tekur einhvern tíma að safna í góðan sjóð en þegar hann er kominn er hægt að kaupa strax það sem vantar, græða vexti og jafnvel semja um góðan staðgreiðsluafslátt. Stofnaðu sérstaka bók fyrir þennan sparnað og kallaðu hann "neyslusparnað". Önnur ástæða til sparnaðar er að koma sér upp "öryggissjóði" sem getur staðið undir 6 til 12 mánaða útgjöldum heimilisins. Þrátt fyrir almannatryggingar og alls konar einkatryggingar geta komið upp óhöpp í fjölskyldunni sem falla undir "smáa letrið" eða fjölskyldan fer út í einkarekstur eða tekur aðra áhættu sem ekki verður bætt ef allt fer á verri veg. Það er gott fyrir fjárhaginn, heilsuna og fjölskyldulífið að eiga "öryggissjóðinn" ef illa fer. Að lokum er sparnaður sem fer í fjárfestingar eina leiðin sem er öllum fær til þess að auka við tekjur og eignir fjölskyldunnar. Það eru ekki allir sem komast í álnir með því að vinna sig upp í starfi, erfa ríka frændur eða vinna í lottó. Hins vegar geta allir notað sparnaðinn sinn í fjárfestingar. Meira um það síðar . Sumarkveðja, Ingólfur Hrafnkell Vantar þig góð ráð? Sendu Ingólfi bréf á fjarmal@frettabladid.is.
Fjármál Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira