Fjórar leiðir um fjölmiðlun Össur Skarphéðinsson skrifar 21. júní 2004 00:01 Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun