Fjórar leiðir um fjölmiðlun Össur Skarphéðinsson skrifar 21. júní 2004 00:01 Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun