„Kostar líka sitt að hafa einræði“ 20. júní 2004 00:01 Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira