Æ fleiri fá sér tjörn í garðinn 18. júní 2004 00:01 Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast. Hús og heimili Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast.
Hús og heimili Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira