Álfabikarinn 14. júní 2004 00:01 Á Íslandi eru um 75.000 konur sem hafa blæðingar einu sinni í mánuði. Venjuleg kona hendir að meðaltali 100 til 150 kílóum af bindum og töppum um ævina og það tekur mörg ár fyrir umhverfið að brjóta niður plastið og bleikiefnin sem notuð eru við framleiðsluna. Pakkinn af dömubindum kostar 2-300 krónur og þó við notum ekki nema einn pakka á hverjum blæðingum má margfalda þessa upphæð með 12 og svo aftur með 35 til að fá út hve miklu við eyðum í þessar vörur. Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Engin tré eru felld til að afla hráefnisins heldur er gúmmíinu tappað af sömu trjám ár eftir ár. Enginn úrgangur fellur til við notkun hans. Hann er því fullkomlega umhverfisvænn. Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4-12 tíma fresti, en það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Að notkun lokinni er álfabikarinn hreinsaður upp úr volgu vatni sem er búið að blanda ediki að einum fjórða og svo settur upp í skáp þar til næstu blæðingar hefjast. Álfabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Sumar konur eru viðkvæmar fyrir bleikiefnunum sem notuð eru í bindi og tappa og fá því þrálátar sveppasýkingar við notkun þeirra. Álfabikarinn kemur í veg fyrir vandamál af þeim toga. Þær konur sem gætu haft ofnæmi ættu að sjálfsögðu að gæta allrar varúðar við notkun þeirra efna sem þær vita að þær eru viðkvæmar fyrir. Álfabikarinn er bæði öruggur, þægilegur og umhverfisvænn og ef vel er með hann farið endist hann í tíu ár. Álfabikarinn fæst í Móðurást, Dalbrekku 28, Kópavogi. Heilsa Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á Íslandi eru um 75.000 konur sem hafa blæðingar einu sinni í mánuði. Venjuleg kona hendir að meðaltali 100 til 150 kílóum af bindum og töppum um ævina og það tekur mörg ár fyrir umhverfið að brjóta niður plastið og bleikiefnin sem notuð eru við framleiðsluna. Pakkinn af dömubindum kostar 2-300 krónur og þó við notum ekki nema einn pakka á hverjum blæðingum má margfalda þessa upphæð með 12 og svo aftur með 35 til að fá út hve miklu við eyðum í þessar vörur. Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Engin tré eru felld til að afla hráefnisins heldur er gúmmíinu tappað af sömu trjám ár eftir ár. Enginn úrgangur fellur til við notkun hans. Hann er því fullkomlega umhverfisvænn. Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4-12 tíma fresti, en það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Að notkun lokinni er álfabikarinn hreinsaður upp úr volgu vatni sem er búið að blanda ediki að einum fjórða og svo settur upp í skáp þar til næstu blæðingar hefjast. Álfabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Sumar konur eru viðkvæmar fyrir bleikiefnunum sem notuð eru í bindi og tappa og fá því þrálátar sveppasýkingar við notkun þeirra. Álfabikarinn kemur í veg fyrir vandamál af þeim toga. Þær konur sem gætu haft ofnæmi ættu að sjálfsögðu að gæta allrar varúðar við notkun þeirra efna sem þær vita að þær eru viðkvæmar fyrir. Álfabikarinn er bæði öruggur, þægilegur og umhverfisvænn og ef vel er með hann farið endist hann í tíu ár. Álfabikarinn fæst í Móðurást, Dalbrekku 28, Kópavogi.
Heilsa Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira