KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira