Innlent

Þing­fest í næstu viku

Mál vegna líkfundar Vaidasar Jucevicius í Neskaupstað verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 16. júní næstkomandi. Þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas eru ákærðir í málinu fyrir innflutning á 223 grömmum af amfetamíni sem Jucevicius bar innvortis. Sannað þykir að fíkniefnin og pakkningar þeirra hafi orðið Juceviciusi að bana. Þá er þeim ennfremur gefið að sök að hafa ekki komið Juceviciusi til hjálpar þegar hann veiktist heiftarlega þar sem fíkniefni sem hann bar innvortis stífluðu mjógirni hans. Einnig eru þremenningarnir ákærðir fyrir illa meðferð á líki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×