Viðskipti Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. Atvinnulíf 28.6.2024 07:01 Ýmir Örn fer frá N1 Ýmir Örn Finnbogason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri N1 í dag. Hann mun jafnframt stíga úr framkvæmdastjórn Festis. Viðskipti innlent 27.6.2024 20:32 Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. Neytendur 27.6.2024 20:24 Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27.6.2024 09:23 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. Atvinnulíf 27.6.2024 07:00 Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Neytendur 26.6.2024 16:59 Sex fyrirtæki sektuð vegna nikotínauglýsinga Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund. Neytendur 26.6.2024 16:09 Icelandair kaupir Airbus flughermi Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Viðskipti innlent 26.6.2024 14:48 Oddur tekur við stjórnartaumunum hjá Eldum rétt Oddur Örnólfsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Eldum rétt frá og með 1.júlí næstkomandi. Oddur, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2015, tekur við keflinu af Val Hermannssyni en Valur er einn af stofnendum Eldum rétt. Viðskipti 26.6.2024 14:26 Eftirvagnar breyta aksturseigileikum bílsins Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis. Samstarf 26.6.2024 11:27 Í maí voru 5800 atvinnulausir Í maí á þessu ári voru 5800 einstaklingar atvinnulausir. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga var 2,5 prósent, hlutfall starfandi var áttatíu prósent og atvinnuþátttaka 82 prósent. Viðskipti innlent 26.6.2024 10:55 Snúa vörn í sókn og kynna eldfjallaleið fyrir ferðamenn „Við finnum það að þetta nýtist vissulega vel í þessa umræðu um Ísland. Það er búin að vera mjög viðkvæm umræða um Ísland og eldvirknina. Það birtust fjölmargar greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum með röngum upplýsingum og fólk varð smeykt að ferðast til Íslands.“ Viðskipti innlent 26.6.2024 09:01 Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. Atvinnulíf 26.6.2024 07:00 Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Viðskipti erlent 25.6.2024 18:14 Senda tækið til útlanda til skoðunar og vilja endurgreiða Steinunni Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið líta mál þar sem kolsýrutæki sprakk með þeim afleiðingum að neytandi hlaut skaða á hendi alvarlegum augum. Hann segist hafa ítrekað starfsreglur og sent tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. Neytendur 25.6.2024 17:16 Andri Þór Viðskiptafræðingur ársins 2024 Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 25.6.2024 13:20 Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:40 Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:01 Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. Viðskipti innlent 25.6.2024 07:01 Wok on-veldið falt WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Viðskipti innlent 24.6.2024 19:10 Unnur vaktar fjármálin í Danmörku Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, er komin í stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:16 Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:08 Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. Neytendur 24.6.2024 12:34 Bein útsending: Kynna yfirtökutilboðið JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:31 Gefa út kynjað skuldabréf Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:25 Sóttu rúman milljarð í fjármögnun Líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýtt hlutafé til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum. Viðskipti innlent 24.6.2024 11:17 Selja eintómt brauð á 3.190 krónur Ýmsir ráku upp stór augu í gær og í dag þegar þeir skoðuðu vefsíðu Dominos en þar er ný pítsa á matseðli sem ber heitið „Nakin pizza“. Nýja pítsan er án áleggs, án sósu og án osts. Brauðið kostar 3.190 krónur samkvæmt matseðli. Neytendur 24.6.2024 10:32 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). Atvinnulíf 24.6.2024 07:00 Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Á hundrað manna hjúkrunarheimili væri hægt að spara um 24 milljónir árlega ef smáforritið Iðunn yrði innleitt í starfsemina. Þetta er meðal niðurstaða í lokaverkefni Önnu Bjarkar Baldvinsdóttur í hagfræði. Hún gerði í verkefninu kostnaðarábatagreiningu við innleiðingu Iðunnar á landsvísu. Viðskipti innlent 23.6.2024 12:59 „Hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll“ Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa, á það til að elda heilu kvöldmáltíðirnar þegar fjölskyldan er sofnuð en Friðrik er einn þeirra sem snúsar snúsin þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana. Atvinnulíf 22.6.2024 10:00 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 334 ›
Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. Atvinnulíf 28.6.2024 07:01
Ýmir Örn fer frá N1 Ýmir Örn Finnbogason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri N1 í dag. Hann mun jafnframt stíga úr framkvæmdastjórn Festis. Viðskipti innlent 27.6.2024 20:32
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. Neytendur 27.6.2024 20:24
Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27.6.2024 09:23
Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. Atvinnulíf 27.6.2024 07:00
Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Neytendur 26.6.2024 16:59
Sex fyrirtæki sektuð vegna nikotínauglýsinga Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund. Neytendur 26.6.2024 16:09
Icelandair kaupir Airbus flughermi Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Viðskipti innlent 26.6.2024 14:48
Oddur tekur við stjórnartaumunum hjá Eldum rétt Oddur Örnólfsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Eldum rétt frá og með 1.júlí næstkomandi. Oddur, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2015, tekur við keflinu af Val Hermannssyni en Valur er einn af stofnendum Eldum rétt. Viðskipti 26.6.2024 14:26
Eftirvagnar breyta aksturseigileikum bílsins Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis. Samstarf 26.6.2024 11:27
Í maí voru 5800 atvinnulausir Í maí á þessu ári voru 5800 einstaklingar atvinnulausir. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga var 2,5 prósent, hlutfall starfandi var áttatíu prósent og atvinnuþátttaka 82 prósent. Viðskipti innlent 26.6.2024 10:55
Snúa vörn í sókn og kynna eldfjallaleið fyrir ferðamenn „Við finnum það að þetta nýtist vissulega vel í þessa umræðu um Ísland. Það er búin að vera mjög viðkvæm umræða um Ísland og eldvirknina. Það birtust fjölmargar greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum með röngum upplýsingum og fólk varð smeykt að ferðast til Íslands.“ Viðskipti innlent 26.6.2024 09:01
Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. Atvinnulíf 26.6.2024 07:00
Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Viðskipti erlent 25.6.2024 18:14
Senda tækið til útlanda til skoðunar og vilja endurgreiða Steinunni Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið líta mál þar sem kolsýrutæki sprakk með þeim afleiðingum að neytandi hlaut skaða á hendi alvarlegum augum. Hann segist hafa ítrekað starfsreglur og sent tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. Neytendur 25.6.2024 17:16
Andri Þór Viðskiptafræðingur ársins 2024 Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 25.6.2024 13:20
Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:40
Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:01
Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. Viðskipti innlent 25.6.2024 07:01
Wok on-veldið falt WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Viðskipti innlent 24.6.2024 19:10
Unnur vaktar fjármálin í Danmörku Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, er komin í stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:16
Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:08
Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. Neytendur 24.6.2024 12:34
Bein útsending: Kynna yfirtökutilboðið JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:31
Gefa út kynjað skuldabréf Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:25
Sóttu rúman milljarð í fjármögnun Líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýtt hlutafé til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum. Viðskipti innlent 24.6.2024 11:17
Selja eintómt brauð á 3.190 krónur Ýmsir ráku upp stór augu í gær og í dag þegar þeir skoðuðu vefsíðu Dominos en þar er ný pítsa á matseðli sem ber heitið „Nakin pizza“. Nýja pítsan er án áleggs, án sósu og án osts. Brauðið kostar 3.190 krónur samkvæmt matseðli. Neytendur 24.6.2024 10:32
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). Atvinnulíf 24.6.2024 07:00
Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Á hundrað manna hjúkrunarheimili væri hægt að spara um 24 milljónir árlega ef smáforritið Iðunn yrði innleitt í starfsemina. Þetta er meðal niðurstaða í lokaverkefni Önnu Bjarkar Baldvinsdóttur í hagfræði. Hún gerði í verkefninu kostnaðarábatagreiningu við innleiðingu Iðunnar á landsvísu. Viðskipti innlent 23.6.2024 12:59
„Hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll“ Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa, á það til að elda heilu kvöldmáltíðirnar þegar fjölskyldan er sofnuð en Friðrik er einn þeirra sem snúsar snúsin þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana. Atvinnulíf 22.6.2024 10:00