Viðskipti

Ó­sann­gjarnt að skatt­greið­endur borgi framkvæmdaruslið

Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir.

Neytendur

Heiðar kjörinn stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn.

Viðskipti innlent

Dæmi um kol­ranga á­ætlun Skattsins

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir mikilvægt að fólk skrái kílómetrastöðu ökutækja áður en fresturinn rennur út á morgun. Þá gæti verið sniðugt að fara yfir hvort skráningin sé alveg örugglega rétt. 

Neytendur

„Bið­röðin er löng“

Ekkert lát virðist vera á tollahótunum frá Bandaríkjaforseta og síðast í gær lét hann það í veðri vaka að beita þau ríki sem leggja ekki lag sitt við tilraunir hans til að leggja undir sig Grænland tollum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist þó bjartsýnn á að hagsmunagæsla samtakanna og stjórnvalda nái árangri.

Viðskipti innlent

Grillhúsinu á Sprengi­sandi lokað

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Sprengisandi í Reykjavík hefur verið lokað. Einungis eitt Grillhús er eftir á höfuðborgarsvæðinu og er það rekið á bensínstöð að Hagasmára við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Viðskipti innlent

Spá blússandi verð­bólgu næstu mánuði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent.

Viðskipti innlent

„Þennan víta­hring þarf að rjúfa“

Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu.

Viðskipti innlent

Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun

Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann.

Viðskipti innlent

Leggja til að Heiðar verði stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin.

Viðskipti innlent

Skrá Styrkás í Kaup­höllina á næsta ári

Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs.

Viðskipti innlent

Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmti­ferða­skip

Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík. Farþegamiðstöðin rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík og tekur á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Farþegamiðstöðin er sú fyrsta sem opnar í Reykjavík í 60 ár. Vinningshafi hlýtur siglingu til Bretlandseyja.

Viðskipti innlent

Kappahl og Newbie opna á Ís­landi

Átta Kappahl-verslanir og ein Newbie-verslun munu opna á Íslandi í vor. Þetta verður gert í gegnum sérleyfissamning við hjónin Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem rekið hafa verslanir Lindex hér á landi síðustu ár.

Viðskipti innlent

Vélfagsmálið beint í Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni.

Viðskipti innlent