Viðskipti

Fríar skólamáltíðir séu skamm­góður vermir

Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu.

Viðskipti innlent

Frá RÚV til Coca-Cola

Atli Sigurður Kristjánsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Coca-Cola á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Veru­lega minni verð­bólga

Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði.

Viðskipti innlent

Spá enn einum fundinum án breytingar

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms.

Viðskipti innlent

Átta sagt upp hjá Arion banka

Átta manns var sagt upp hjá Arion banka í gær. Upplýsingafulltrúi bankans segir uppsagnirnar lið í breytingum innan einstakra sviða. Þær séu ekki liður í stórum skipulagsbreytingum.

Viðskipti innlent

Um­mæli seðla­banka­stjóra „skringi­leg“

Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri.

Viðskipti innlent

Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag banda­rísks risa

Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest.

Viðskipti innlent

Spá verð­bólgu undir fjórum prósentum á næsta ári

Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig.

Viðskipti innlent

Ó­trú­legar við­tökur á stuttum tíma

Fyrir rúmu ári síðan hóf Elfoss ehf. innflutning á vinnuvélum frá Sany sem er kínverskt fyrirtæki og einn stærsti og virtasti þungavinnuvélaframleiðandi heims auk þess að vera leiðandi í framleiðslu á umhverfisvænum þungavinnuvélum og þungaflutningabílum.

Samstarf

Geta veitt fyrir­tækjum hag­stæðari lán

Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella.

Viðskipti innlent

Telur vaxta­hækkanir við­skipta­bankanna brattar

Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu.

Viðskipti innlent

Þrá­lát verð­bólga og hægari vöxtur geti skapað á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum.

Viðskipti innlent