Viðskipti

Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Viðskipti innlent

Sögu­leg verð­hækkun hjá Domino‘s

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum.

Neytendur

Bilun olli því að Master­card-kortum var hafnað

Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir.

Viðskipti innlent

Iðnaðar­menn vilja festa Allir vinna í sessi

Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót.

Viðskipti innlent

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

Viðskipti innlent