Viðskipti innlent

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Viðskipti innlent

Stjörnu­torgs­skiltið fer á nýtt Stjörnu­torg

Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 

Viðskipti innlent

Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík

Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk.

Viðskipti innlent

Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði

Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi.

Viðskipti innlent

Adda og Hanna til Empower

Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 

Viðskipti innlent