Viðskipti innlent

„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“

Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Að­gerðir á vinnu­markaði í heims­far­aldri

Norræn ráðstefna stendur nú yfir á Grand Hótel um það hvað Norðurlöndin geta lært af þeim aðgerðum sem þau gripu til á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Ráðstefnan hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16 og er haldin í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með beinu streymi í spilara að neðan.

Viðskipti innlent

Steindi, Auddi og Egill stofna hlutafélag

Félagið Celsius dreifing ehf. var skráð á hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra í gærdag en á meðal stofnenda eru fjölmiðlamennirnir góðkunnu Auðunn Blöndal, Egill Einarson og Steinþór Hróar Steindórsson, einnig þekktur sem Steindi Jr.

Viðskipti innlent

Rúna Dögg nýr framkvæmdastjóri Kolofon

Rúna Dögg Cortez er nýr framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Kolofon. Hún hefur starfað hjá stofunni síðan um sumarið 2021. Á þeim tíma hefur hún haldið utan um verkferla og umsjón viðskiptavina sem hönnunarstjóri stofunnar. Síðan í fyrra hefur hún einnig setið í framkvæmdastjórn stofunnar.

Viðskipti innlent

Kristín Linda nýr stjórnarformaður Samorku

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar, var kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á aðalfundi samtakanna í dag. Hún tekur við starfinu af Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar.

Viðskipti innlent

Angeline ráðin yfir­maður markaðs­mála hjá ECA

Angeline Stuma hefur verið ráðin sem yfirmaður markaðsmála hjá sprotafyrirtækinu sports Coaching Academy (ECA). Félaginu er ætlað að styðja grasrótarstarf rafíþróttafélaga með hugbúnaði og lausnum sem auðveldi félögunum að halda uppi öflugu barnastarfi í rafíþróttum.

Viðskipti innlent

Árni Jón og Þorvaldur Jón til Advania

Árni Jón Eggertsson hefur verið ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri á rekstrarlausnasviði Advania og Þorvaldur Jón Henningsson deildarstjóri mun leiða einingu innan rekstrarlausna sem fer meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum.

Viðskipti innlent

Tæp­lega 98 þúsund bækur seldust

97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

Viðskipti innlent

„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“

„Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play.

Viðskipti innlent

Vörður tapaði 737 milljónum króna

Tryggingafélagið Vörður tapaði 737 milljónum króna árið 2022. Neikvæð afkoma skýrist samkvæmt fyrirtækinu einkum af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamarkaði. Forstjóri Varðar segir rekstrarniðurstöðuna vera vonbrigði.

Viðskipti innlent

Naustið selt

Húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Naustið við Vesturgötu í Reykjavík hefur verið selt. Seljandinn segist hafa þurft að bíða í nokkur ár eftir rétta kaupandanum. 

Viðskipti innlent