Viðskipti innlent

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Viðskipti innlent

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug 

Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra.

Viðskipti innlent

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur.

Viðskipti innlent

Weekday opnuð á Íslandi

Fyrsta útibú tískufatabúðarinnar Weekday verður opnað á fimmtudaginn. Verslunin er í Smáralind. Hönnuðirnir Sigurður Oddsson og Viktor Weisshappel voru fengnir til að hanna boli í tilefni af opnuninni.

Viðskipti innlent

Samtök iðnaðarins segja innistæðu fyrir vaxtalækkun

Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi.

Viðskipti innlent