Viðskipti innlent Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Viðskipti innlent 24.1.2022 10:45 Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. Viðskipti innlent 24.1.2022 10:10 Auður ráðin gæðastjóri Distica Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 24.1.2022 07:30 Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Viðskipti innlent 22.1.2022 10:01 Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:31 Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:03 Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Viðskipti innlent 21.1.2022 11:00 Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskipti innlent 21.1.2022 09:16 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.1.2022 08:00 Biðja um heimild til að selja alla hluti ríkisins í Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:54 Bein útsending: Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:31 Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Viðskipti innlent 20.1.2022 22:45 Opin Kerfi og Premis sameinast Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 20.1.2022 20:40 Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Viðskipti innlent 20.1.2022 19:05 Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:57 Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:31 Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:22 Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:10 Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 20.1.2022 08:54 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19.1.2022 22:47 Alvotech eykur hlutafé meira en áður hafði verið ákveðið Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II tilkynntu í gær um fjárfestar hafi óskað eftir að skrá sig fyrir 21 milljón Bandaríkjadala til viðbótar í beinni hlutafjáraukningu Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 19.1.2022 07:43 Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. Viðskipti innlent 18.1.2022 19:12 Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Viðskipti innlent 18.1.2022 14:53 Ólafur Teitur stýrir samskipta- og kynningarmálum Carbfix Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn til að stýra samskiptum og kynningarmálum Carbfix. Viðskipti innlent 18.1.2022 13:47 Björgólfur Thor krefst þess að fá tugi tölvupósta frá Halldóri Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir krefst þess að Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, afhendi greinargerð og tugi tölvupósta og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Krafa Björgólfs er gerð í tengslum við skaðabótamál vegna falls Landsbankans í hruninu. Halldór telur að ef hann afhendi gögnin verði því beitt gegn honum. Viðskipti innlent 18.1.2022 13:27 Vilja skoða fleiri kosti og krefja Willum svara Félag atvinnurekenda hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem settar eru fram sex spurningar til ráðherra um hvaða valkostir hafi verið til skoðunar áður en tekin var ákvörðun um að herða sóttvarnaaðgerðir stórlega í lok síðustu viku. Viðskipti innlent 18.1.2022 12:58 Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. Viðskipti innlent 18.1.2022 07:01 Hvetja til notkunar #landsbyggðafyrirtæki Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki miðvikudaginn 19. janúar. Sem hluti af átakinu er fólk hvatt til að segja frá uppáhalds fyrirtækinu sínu í heimabyggð eða deila sinni starfsemi með því að nota myllumerkið #landsbyggðafyrirtæki eða #ruralbusinessday. Viðskipti innlent 18.1.2022 00:05 Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. Viðskipti innlent 17.1.2022 07:25 N1 tekur músagildrur sem ekki má nota úr sölu Fyrirtækið N1 hefur tekið límgildrur, sem Matvælastofnun segir ekki samræmast lögum um dýravelferð, úr sölu. Límgildrurnar voru til sölu á sölustöðum og í veferslun N1 þar til síðdegis í dag. Viðskipti innlent 15.1.2022 18:00 « ‹ 131 132 133 134 135 136 137 138 139 … 334 ›
Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Viðskipti innlent 24.1.2022 10:45
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. Viðskipti innlent 24.1.2022 10:10
Auður ráðin gæðastjóri Distica Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 24.1.2022 07:30
Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Viðskipti innlent 22.1.2022 10:01
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:31
Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:03
Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Viðskipti innlent 21.1.2022 11:00
Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskipti innlent 21.1.2022 09:16
Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.1.2022 08:00
Biðja um heimild til að selja alla hluti ríkisins í Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:54
Bein útsending: Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:31
Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Viðskipti innlent 20.1.2022 22:45
Opin Kerfi og Premis sameinast Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 20.1.2022 20:40
Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Viðskipti innlent 20.1.2022 19:05
Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:57
Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:31
Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:22
Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:10
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 20.1.2022 08:54
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19.1.2022 22:47
Alvotech eykur hlutafé meira en áður hafði verið ákveðið Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II tilkynntu í gær um fjárfestar hafi óskað eftir að skrá sig fyrir 21 milljón Bandaríkjadala til viðbótar í beinni hlutafjáraukningu Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 19.1.2022 07:43
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. Viðskipti innlent 18.1.2022 19:12
Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Viðskipti innlent 18.1.2022 14:53
Ólafur Teitur stýrir samskipta- og kynningarmálum Carbfix Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn til að stýra samskiptum og kynningarmálum Carbfix. Viðskipti innlent 18.1.2022 13:47
Björgólfur Thor krefst þess að fá tugi tölvupósta frá Halldóri Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir krefst þess að Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, afhendi greinargerð og tugi tölvupósta og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Krafa Björgólfs er gerð í tengslum við skaðabótamál vegna falls Landsbankans í hruninu. Halldór telur að ef hann afhendi gögnin verði því beitt gegn honum. Viðskipti innlent 18.1.2022 13:27
Vilja skoða fleiri kosti og krefja Willum svara Félag atvinnurekenda hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem settar eru fram sex spurningar til ráðherra um hvaða valkostir hafi verið til skoðunar áður en tekin var ákvörðun um að herða sóttvarnaaðgerðir stórlega í lok síðustu viku. Viðskipti innlent 18.1.2022 12:58
Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. Viðskipti innlent 18.1.2022 07:01
Hvetja til notkunar #landsbyggðafyrirtæki Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki miðvikudaginn 19. janúar. Sem hluti af átakinu er fólk hvatt til að segja frá uppáhalds fyrirtækinu sínu í heimabyggð eða deila sinni starfsemi með því að nota myllumerkið #landsbyggðafyrirtæki eða #ruralbusinessday. Viðskipti innlent 18.1.2022 00:05
Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. Viðskipti innlent 17.1.2022 07:25
N1 tekur músagildrur sem ekki má nota úr sölu Fyrirtækið N1 hefur tekið límgildrur, sem Matvælastofnun segir ekki samræmast lögum um dýravelferð, úr sölu. Límgildrurnar voru til sölu á sölustöðum og í veferslun N1 þar til síðdegis í dag. Viðskipti innlent 15.1.2022 18:00