Viðskipti innlent

Fréttamynd

Veiði­gjald á þorski nánast tvö­faldað milli ára

Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­kvörðun um fjár­hæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venju­lega

Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggur til þrjár að­gerðir á ögur­stundu fjöl­miðla

Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mikil­vægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“

Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim mark­miðum“

Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn breytir reglum um greiðslu­byrðar­hlut­fall

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúmur milljarður til Við­skipta­ráðs og SA á fimm árum

Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af­rek að verk­á­ætlun hafi staðist sam­hliða níu eld­gosum

Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvernig bý ég mig undir barn­eignir?

27 ára kona spyr: „Hvernig er best að haga fjárhag í aðdraganda barnseigna? Ég á von á mínu fyrsta barni og vil bæði huga að því hvernig ég fjárfesti í framtíð barnsins t.d. á reikningi sem og hvað ég get gert sem verðandi foreldri sem undirbýr stækkandi fjölskyldu fyrir fjárhagslegar áskoranir sem fylgja barni.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir í limbói vegna fyrir­hugaðra breytinga á vöru­gjaldi

Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar.

Viðskipti innlent