„Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. Viðskipti innlent 30.12.2025 12:01
Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Viðskipti innlent 30.12.2025 07:39
„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ 17 ára kona spyr: „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni? Þessar tölur hækka næstum með hverjum deginum. Lagast þetta? Hvenær þá? Og hvernig?“ Viðskipti innlent 30.12.2025 07:02
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Flogin frá Icelandair til Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair. Viðskipti innlent 23.12.2025 09:40
Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa hér við eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“ Viðskipti innlent 22.12.2025 23:53
Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. Viðskipti innlent 22.12.2025 14:02
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka og hjón og sambúðarfólk munu ekki lengur geta samnýtt annað og þriðja skattþrepið. Gerðar eru nokkrar breytingar á staðgreiðslu einstaklinga þessi áramótin. Viðskipti innlent 22.12.2025 13:50
Frosti og Arnþrúður fá styrki Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fá alls 28 fjölmiðlar 550 milljónir króna sem deilt er þeirra á milli en líkt og á síðasta ári hljóta Árvakur og Sýn hæstu styrkina, um 104 milljónir króna hvort fyrirtækið en Sameinaða útgáfufyrirtækið sem gefur út Heimildina og Mannlíf er í þriðja sæti, fær tæpar 78 milljónir. Viðskipti innlent 22.12.2025 11:11
Verðbólga eykst verulega Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu. Viðskipti innlent 22.12.2025 09:11
Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Alvotech hefur hafið markaðssetningu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab), í Evrópu en um er að ræða fyrstu hliðstæðu við Simponi sem komi á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. Viðskipti innlent 22.12.2025 08:22
Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, furðar sig á því að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hafi þegar gefið út að ekki standi til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir að lagaheimild um slíkt hafi verið boðuð. Sá fyrrnefndi skrifar skoðanagrein á Vísi þar sem hann segir rökrétt að ríkið dragi sig úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaður standi vaktina af fagmennsku. Viðskipti innlent 20.12.2025 21:42
Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Rakel Þórhallsdóttir hætti nýlega störfum sem framkvæmdastjóri Lyfjavals. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún er annar framkvæmdastjórinn undir merkjum Drangs sem hættir á skömmum tíma. Viðskipti innlent 20.12.2025 07:01
Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Hæstiréttur mun kveða upp seinni tvo dómana í Vaxtamálinu svokallaða á mánudag. Rétturinn hefur frest til annars vegar gamlársdags og hins vegar 5. janúar til þess að kveða upp dóma í málunum tveimur. Viðskipti innlent 19.12.2025 15:26
Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Styrkás hf. hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum („Hreinsitækni“). Með kaupunum verður Hreinsitækni hluti af samstæðu Styrkás. Viðskipti innlent 19.12.2025 14:13
Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Prís, segir óráðið hvað tekur við hjá henni næst en óvænt starfslok hennar hjá fyrirtækinu vöktu athygli í gær. Hún sé nú komin í kærkomið jólafrí en kveðst ganga stolt frá borði og er þakklát fyrir sinn tíma hjá Prís. Viðskipti innlent 19.12.2025 08:26
Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra. Viðskipti innlent 18.12.2025 17:46
Breyta nafni Ölgerðarinnar Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera. Viðskipti innlent 18.12.2025 17:22
Jón Ingi nýr forstjóri PwC Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. Viðskipti innlent 18.12.2025 14:35
Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023 og tekur hann við stöðunni af Gunnari Úlfarssyni. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:59
Gréta María óvænt hætt hjá Prís Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:30
Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Ásgeir Hallgrímsson hefur verið ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. Viðskipti innlent 18.12.2025 11:46
Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Fasteignamarkaðurinn er enn kaupendamarkaður, samkvæmt svörum fasteignasala við könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þeim fækkaði hins vegar úr 91 prósent í 79 prósent milli nóvember og desember sem töldu virkni markaðarins frekar litla eða mjög litla. Viðskipti innlent 18.12.2025 06:52
Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur. Viðskipti innlent 17.12.2025 17:25
Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp. Viðskipti innlent 17.12.2025 16:19