Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eiginkona stjórnar­manns keypti ó­vart í bankanum

Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við yfirtökuna

BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­þegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent

Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“

Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion og Kvika í samrunaviðræður

Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ey­þór hættur sem fram­kvæmda­stjóri Hopp

Eyþór Máni Steinarsson Andersen, einn eigenda Hopp, er hættur sem framkvædmastjóri fyrirtækisins en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Hann segist þó ekki vera að fara langt og muni nú leggja áherslu á deili- og leigubílaþjónustu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út

Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skraut­leg saga laganna hans Bubba

Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sætta sig ekki við höfnun Kviku

Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lofar bongóblíðu við lang­þráð lang­borð

Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 2,2 prósent hag­vexti í ár

Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári.

Viðskipti innlent