Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun með aukinni trú fjárfesta á að nýjustu áætlanir Timothy Geitners, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gangi upp.

Viðskipti erlent

Hæstu bónusarnir verða greiddir til baka

Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að þeir fimmtán starfsmenn sem fengu hæstu bónusana frá bandaríska trygginga- og fjárfestingafélaginu AIG hafi samþykkt að skila þeim til baka. Um er að ræða 30 milljónir bandaríkjadala af þeim 165 sem félagið greiddi fyrr í þessum mánuði.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir því sem trú fjárfesta jókst, á að ríkisstjórnum álfunnar takist að koma lánastarfsemi banka í eðlilegt horf með hjálparaðgerðum sínum. Í Tókýó hækkuðu bréf Mitsubishi-bankans um tæplega fimm prósent og bréf ýmissa iðnfyrirtækja í Kína hækkuðu einnig, til dæmis hækkuðu bréf Angang-stálframleiðandans þar um 3,6 prósent.

Viðskipti erlent

Bréf lækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun eftir mestu samfelldu hækkun síðan í ágúst 2007. Bankar og hátæknifyrirtæki lækkuðu mest og má sem dæmi nefna að kínverska fjarskiptafyrirtækið China Mobile lækkaði um rúmlega fjögur prósent. Eitthvað var þó um að bréf hækkuðu í verði, til dæmis bréf námufyrirtækisins Billington en þau hækkuðu um þrjú prósent.

Viðskipti erlent

Asíubréf hækka áfram

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu halda enn áfram að hækka og í morgun voru það bréf banka og námafyrirtækja sem mest stökk tóku. Ákvörðun bandaríska seðlabankans, sem kynnt var í gær, um að kaupa skuldabréf fyrir um þúsund milljarða dollara, meðal annars húsnæðisveðbréf, vakti bjartsýni meðal fjárfesta í Bandaríkjunum sem teygði sig til markaða víða um heim.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Rio Tinto lækka um 9% vegna óvissu

Hlutabréf í álrisanum Rio Tinto hafa fallið um tæp 9% í morgun vegna óvissu um 19,5 milljarða dollara aðkomu kínverska félagsins Chinalco í eigendahóp Rio Tinto. Talið er að áströlsk stjórnvöld ætli sér að koma í veg fyrir kaup Kínverjanna. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík.

Viðskipti erlent

Seðlabanki Japans kaupir fleiri skuldabréf

Hlutabréf á asískum mörkuðum halda áfram að hækka í verði og hafa nú gert það fjóra daga í röð. Mest varð hækkunin hjá fjármálafyrirtækjum í morgun eftir að seðlabanki Japans lýsti því yfir að hann hygðist halda áfram að kaupa ríkisskuldabréf af viðskiptabönkunum til að glæða útlánastarfsemi þeirra.

Viðskipti erlent